HSN á Blönduósi
HSN á Blönduósi
Fréttir | 22. mars 2018 - kl. 09:30
Hollvinasamtök HSN auglýsa eftir sjálfboðaliðum

Hollvinasamtök HSN á Blönduósi hafa ákveðið að hefja framkvæmdir við aðstandendaherbergi á annarri hæð Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Blönduósi. Aðstaðan verður tileinkuð minningu Sigursteins Guðmundssonar, fyrrverandi yfirlæknis á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi, sem var stofnandi og fyrsti formaður Hollvinasamtakanna en hann lést 20. apríl 2016. Samtökin auglýsa nú eftir sjálfboðaliðum; málurum, smiðum, rafvirkjum, pípurum og laghentum einstaklingum.

Allir sem vilja leggja samtökunum lið, svo verkefnið takist, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Sillu Hermanns í síma 452-4324 eða 680-6013. Þá minna samtökin á reikning sinn: 0307-26-270 kt: 490505-0400.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga