Sigurvegarar. Ljósm: FB/Grunnskóli Húnaþings vestra.
Sigurvegarar. Ljósm: FB/Grunnskóli Húnaþings vestra.
Fréttir | 22. mars 2018 - kl. 10:25
Sigraði Vesturlandsriðilinn í Skólahreysti

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra sigraði Vesturlandsriðilinn í Skólahreysti í gær og tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppninni sem fram fer 2. maí næstkomandi. Liðið hlaut 55 stig, tíu stigum meira en lið Grunnskóla Borgarfjarðar sem varð í öðru sæti en alls kepptu tíu skólar í riðlinum. Skólar af Norðurlandi keppa í Skólahreysti á Akureyri 4. apríl næstkomandi.

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra skipa Emil Óli Pétursson, Stefán Páll Böðvarsson, Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir og Ingunn Elsa Apel Ingadóttir. Varamenn liðsins eru Ásgeir Ómar Ólafsson og Freyja Lupina Friðriksdóttir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga