Fréttir | 22. mars 2018 - kl. 16:02
Prjónahittingur í kvöld í Kvennaskólanum

Prjónagraffarar ætla að hittast í Kvennaskólanum fimmtudaginn 22. mars kl. 20. Þeir sem eru með stauraskraut hjá sér vinsamlega komi með það. Nauðsynlegt er að fara yfir það sem til er og meta þörfina fyrir meira skraut og eins eru komnar hugmyndir um hvað hægt er að gera við það skraut sem er upplitað og ekki er hægt að nýta áfram. 

Spennandi verkefni er einnig framundan sem tengist Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Endilega komið og verið með í verkefnum vorsins.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga