Þúsundasti pokinn var saumaður í dag
Þúsundasti pokinn var saumaður í dag
Fréttir | 22. mars 2018 - kl. 22:57
Þúsundasti pokinn saumaður

Í dag var þúsundasti fjölnota burðarpokinn saumaður af áhugahópnum um plastpokalaust samfélag á Blönduósi.

Bæjarbúar hafa tekið verkefninu mjög vel og verið viljugir að gefa efni og að nýta sér pokana í Kjörbúðinni svo ekki sé nú talað um vinnuframlag þeirra sem setið hafa við að sauma pokana.

Verkefnið hér á Blönduósi hefur einnig fengið jákvæða umfjöllun utan svæðisins og er það afar hvetjandi fyrir aðstandendur þess.

Rétt er að minna á að nauðsynlegt er að skila pokunum aftur í Kjörbúðina eftir að þeir hafa verið fengnir að láni til þess að hringrásin virki eins og til er ætlast.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga