Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 25. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 02:11 0 0°C
Laxárdalsh. 02:11 0 0°C
Vatnsskarð 02:11 0 0°C
Þverárfjall 02:11 0 0°C
Kjalarnes 02:11 0 0°C
Hafnarfjall 02:11 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Pistlar | 28. mars 2018 - kl. 14:52
Hestaferð um söguslóðir síðustu aftökunnar
Eftir Magnús “lafsson

Ég hef ákveðið að fara tvisvar sinnum í sumar ríðandi um söguslóðir síðustu aftöku á Íslandi. Hvor ferð stendur í 5 daga og hefst með sögustund á Þrístöpum, þar sem síðasta aftakan fór fram. Þar verður í örstuttu máli lýst forleiknum, sem varð til þess að tvær manneskjur voru dæmdar til lífláts. Þar verður aftökunni 12. janúar 1830 lýst og sagt frá því þegar beinin voru grafin upp rúmlega 100 árum síðar eftir tilsögn frá Agnesi.

Fyrri ferðin hefst fimmtudaginn 19. júlí en sú síðari fimmtudaginn 9. ágúst. Ég sé um leiðsögn og sögustundir á áningastöðum. Hver þáttakandi sér um hnakk, hest, nesti og gistingu. Æskilegt að hver þátttakandi hafi a.m.k. 2 hesta en mega vera með 3. Oftast verða lausir hestar reknir en þegar riðið verður yfir Vatnsnes þurfa þáttakendur að vera með lausa hesta í taumi. Engin skylda er að fólk ríði með alla dagana 5. Leiðsögn og gjald fyrir 2 hesta í náttstað er kr 4.000 kr pr dag en þeir sem ríða með alla dagana fá verulegan afslátt. Sama getur gilt um þá sem bóka 3-4 þátttakendur. Flestir munu því aðeins borga fyrir 4 daga og sumir jafnvel aðeins fyrir 3 daga. Hugsanlega þarf að takmarka fjölda verði aðsókn mikil, því gildir hér að vera fljótur að skrá sig.

Eftir sögustund á Þrístöpum að morgni fyrsta dags verður riðið að Breiðabólstað í Vesturhópi. Næsta dag verður riðið yfir Vatnsnes og hestar geymdir í hólfi við morðstaðinn á Illugastöðum. Á þriðja degi riðið um Katadal og yfir í Vesturhóp. Á fjórða degi hjá Vatnsenda, yfir Þingeyrasand í Sveinsstaði. Á 5 degi riðið um Vatnsdal, uppeldisslóðir Agnesar og framhjá Kornsá og Hvammi. Ferðalok á Sveinsstöðum. Sögustundir verða hér og þar á leiðinni, m.a. annað hvort að kvöldi eða morgni á öllum stöðum þar sem hestar verða geymdir næturlangt,

Milli áningastaða gefst þátttakendum góður tími til að lifa sig inn í þessa mögnuðu sögu, koma með ábendingar og athugasemdir til leiðsögumanns, segja samferðafólki frá sinni sýn á einstaka atburði en fyrst og fremst að njóta þess að ríða um fagurt landslag þar sem sagan lifir. Var það ástin sem togaði Agnesi að Illugastöðum? Hvers vegna er 15 ára unglingsstúlka vistráðin til alræmds kvennamanns? Hvers vegna var girnd Natans til kvenna slík sem sögur segja? Hvað er það sem fær fólk til að fremja morð? Hvað veldur þeim sinnaskiptum sem varð á Friðrik, sem ungur ólst upp sem ódæll og ofvirkur prakkari en vann síðan aðdáun húsráðenda og heimafólks á Þingeyrum þegar hann var þar í gæslu síðustu vikurnar fyrir aftökuna? Hvers vegna kom hann syngjandi sálma á leiðinni á aftökustaðinn og ávarpaði mannfjöldann sem þangað hafði verið boðaður til að horfa á hryllinginn? Hvers vegna voru 150 menn skikkaðir til að standa rétt við höggstokkin þegar öxin sneið höfuð frá búk og blóðið spýttist. Hvers vegna dæmdi Björn Blöndal sýslumaður svo hart í þessu máli? Því lét sýslumaður kyrrt liggja þegar höfuð sakamanna voru horfin af stöngunum morguninn eftir aftökuna? Hvernig stóð á því að Skáld Rósa kennd við Vatnsenda, velgefin og skáldmælt stúlka úr Eyjafirði skildi hljóta þau örlög sem lífið spann, m.a. að verða ástkona Natans, meðan hún var enn gift öðrum manni? Hvernig gat Agnes komið þeim boðum og fengið því framgengt að beinin voru grafin upp rúmri öld eftir aftökuna? Hvers vegna lifir þessi saga svo sterk enn nú nær 200 árum eftir þessa atburði? Er það ekki vegna þess að ástir, afbrýði, ofbeldi og ágirnd eru allt um kring í sögunni? Er ekki einnig forvitnilegt að það komu skilaboð frá löngu liðnu fólki, sem vill komast í vígða mold og rétta sinn hlut vegna þess andstreymis sem það mætti í lífinu?  

Í seinni ferðinni getur Steinbjörn frá Galtarnesi, s. 893 5070,  séð fólki fyrir fæði, gistingu, hestum, reiðtygjum og flutning frá næturhólfi á Hvammstanga. Ég get útvegað örfáum hesta, fæði og gistingu í hvora ferðina. Hér gildir fyrstur kemur fyrstur fær. Um gjald fyrir þessa þjónustu er samið sérstaklega. Einnig get ég vísað fólki á aðra gististaði þ.m.t. hús sem hugsanlega má fá á leigu fyrir nokkra sem vilja hafa sama náttstað.

Einhverjir af þeim sam nefnt hafa að þeir vildu vita hvenær farið verður um þessar söguslóðir eru merktir þessu innleggi. Staðfestið þátttöku sem fyrst, þið sem ætlið að koma með. Skilaboð á FB. Tölvupóstur mao@centrum.is eða sími 898 5695.

Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum
Urðarbraut 9
540 Blönduós
898 5695

Höf. rzg
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 00:30
Hljómsveitin Löður ásamt listamanninum Balduuuuur.
Ungmennafélagið Hvöt og Hljómsveitin Löður ásamt listamanninnum Balduuuuur hafa gefið út stuðningsmannalagið ‚Áfram Hvöt‘. Lag og texti eru eftir Einar Örn Jónsson sem vart þarf að kynna fyrir íbúum Húnabyggðar. Þá syngur Baldur Einarsson, sonur Einars Arnar, lagið. Útsetning lagsins var í höndum þeirra beggja.
Glaðheimar
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 24. apríl 2024 - kl. 11:19
Góð þátttaka var á vinnustofu um gerð loftslagsstefnu sveitarfélaganna í Húnavatnssýslum sem haldin var á Hvammstanga nýverið. Það voru Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem stóðu fyrir vinnustofunni í samstarfi við KPMG. Á vef SSNV kemur fram að áhugaverðar umræður hefðu skapast og ljóst sé að það er bjart yfir fólki þegar vorar, enda sé bjart framundan fyrir svæðið.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 13:50
Nöfn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur og Harðar Gunnarsson voru dregin upp úr potti í tengslum við kosningu á fimm tillögum af slagorði fyrir Húnaþing vestra. Þátttakendur í kosningunni gátu skráð netfang sitt og tekið þátt í happdrættinu og í boði var 10 þúsund króna gjafabréf á veitingastað í sveitarfélaginu. Pálína og Hörður völdu gjafabréf á Northwest í Víðigerði. Slagorðið sem varð hlutskarpast er Lifandi samfélag og hefur sveitarstjórn samþykkt tillöguna.
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:49
Í gærkvöldi sóttu vettvangsliðar á Skagaströnd fræðslu um ofbeldi í nánum samböndum, einkenni þess og mögulegar birtingarmyndir. Fræðslan var á vegum Lögreglunnar á Norðurlandi vestra en unnin í nánu samstarfi við félagsþjónustu svæðisins. Fleiri einingar viðbragðsaðila í umdæminu munu sitja sams konar fræðslu á næstu vikum, að því er segir á facebooksíðu lögreglunnar. Fræðslan í kvöld fór fram í Bjarmanesi þar sem eitt sinn var lögreglustöð.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:42
Árlegir vortónleikar Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga eru framundan enda vorið og sumarið á leiðinni í Húnavatnssýslurnar. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Blönduóskirkju þriðjudaginn 30. apríl klukkan 20 en þar koma fram söngnemendur úr Húnabyggð. Þriðjudaginn 7. maí klukkan 17 verða tónleikar í Hólaneskirkju og þar koma fram hljóðfæra- og söngnemendur úr Skagabyggð og frá Skagaströnd.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:30
Aðalfundur Stéttarfélagsins Samstöðu 2024 verður haldin mánudaginn 29.apríl klukkan 18:00 í sal Samstöðu, Þverbraut 1 á Blönduósi. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:26
Frá stjórn
Aðalfundur Styrktarsjóðs Húnvetninga verður haldinn að Þverbraut 1 (Samstöðu) klukkan 17:00 fimmtudaginn 2. maí næstkomandi. Venjuleg aðarfundarstörf.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 21:23
Frá Kvenfélagi Svínavatnshrepps
Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmæli sitt 20. apríl sl. Var öllum kvenfélagskonum í Austur Húnavatnssýslu boðið í kaffi í Dalsmynni. Þar var mikil kökuveisla sem einkenndist af því að hafa kaffibrauð sem hugsanlega hefði getað verið á borðum er kvenfélagið var stofnað. Fyrir tíu árum þegar kvenfélagið varð 140 ára héldu konur í félaginu hóf og einnig handverkssýningu í Dalsmynni.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 18:37
Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta á Hvammstanga í ár verða enn fjölbreyttari en áður. Hátíðin er haldin af Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra í samstarfi við Hestamannafélagið Þyt og hefst með ókeypis sirkussýningu í Þytsheimum klukkan 12:00, fimmtudaginn 25 apríl. Síðan verður haldið upp á sumardaginn fyrsta á hefðbundinn hátt með skrúðgöngu frá Reiðhöllinni Þytsheimum klukkan 14:00.
Bréf Margrétar á Hóli
Bréf Margrétar á Hóli
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 16:59
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
Stjórnarherrar landanna höfðu í aldanna rás lengstum ekki mikil afskipti af þegnum sínum, létu sér nægja að hirða af fólki hluta af þeim arði sem það framleiddi og krafði svo með nokkuð jöfnu millibili hluta af karlpeningnum til þjónustu í herjum sínum til vígaferla og ránsferða. Auk þess höfðu stjórnvöld mikinn áhuga á að segja fólki á hvað það skyldi trúa. Heilbrigðismál, skólamál og félagsþjónusta komu lítið inn á borð stjórnarherranna en var á vegum einstaklinga og ættmenna, kirkjunnar og, a.m.k. á Íslandi, hreppa.
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 11:58
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Á miðvikudegi þann 8. maí, boðum við aðalfund Sögufélagsins Húnvetnings, kl. 15, þ.e. á nóni í Bóka- og skjalasafninu Blönduósi. Þar munu þau Svala skjalavörður Runólfsdóttir og Benedikt Blöndal segja frá og sýna okkur árangur starfs þeirra hjóna við að safna upplýsingum um minnismerki í Austur-Húnavatnssýslu síðustu misserin. Einnig mun Hjalti Pálsson sagnfræðingur koma til okkar á fundinn og segja okkur frá upphaflegum tillögum og umræðu sem leiddu til þess stórvirkis sem Byggðasaga Skagfirðinga varð í höndum hans.
Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 21:12
Gular veðurviðvaranir taka gildi á morgun allt frá Breiðafirði, um Vestfirði, allt Norðurland og austur á firði, vegna talsverðrar rigningar og asahláku á morgun og fram á aðfaranótt sunnudags. Á vef Veðurstofunnar segir að vegna ört hækkandi hitastigs megi búast við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt sé að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 20:56
Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar boðar til málstofu um húsnæðis- og kjaramál, laugardaginn 20. apríl klukkan 09:00 í húsnæði stéttarfélagsins Samstöðu að Þverbraut 1 á Blönduósi. Frummælendur verða Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar, stéttarfélags í Skagafirði, Ásgerður Pálsdóttir, fyrrverandi formaður Samstöðu og núverandi formaður Félags eldri borgara á Blönduósi og Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða.
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 12:07
Sunnudaginn 28. apríl verða haldnir tónleikar í Blönduóskirkju þar sem kirkjukórinn mun syngja nokkur hugljúf vorlög undir stjórn Eyþórs Franzsonar Wechner organista. Jafnframt mun Eyþór sýna snilli sína og leyfa okkur að heyra hvað orgelið hefur upp á að bjóða.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið