Fréttir | 15. apríl 2018 - kl. 10:16
Skotvopna- og veiðikortanámskeið á Blönduósi

Skotvopna- og veiðikortanámskeið verða haldin á Blönduósi á næstunni. Til að öðlast réttindi til almennra skotveiða er farið á tvö námskeið, skotvopnanámskeið og veiðikortanámskeið. Skotvopnanámskeið verður haldið á Blönduósi 24.-25. maí frá klukkan 18-22 í Blönduskóla. Verklegt námskeið fer fram 26. maí frá klukkan 10-14 og er það á vegum Skotfélagsins Markviss. Veiðikortanámskeið verður á Blönduósi 1. júní klukkan 17-23 í Blönduskóla.

Verð á skotvopnanámskeiðið er kr. 27.000. Verð á veiðikortanámskeiðið er kr. 14.900.

Þátttakendur á skotvopnanámskeiðum þurfa að skila inn sakavottorði, læknisvottorði og passamynd a.m.k. tíu dögum fyrir námskeiðið á lögreglustöð í umdæmi lögheimilis umsækjanda. Læknisvottorðið þarf að vera sérstaklega útgefið vegna skotvopnaleyfis.

Skráning og nánari upplýsingar á veidikort.is

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga