Pistlar | 08. maí 2018 - kl. 08:46
Ágætu  Blönduósingar
Eftir Valgarð Hilmarsson

Nú er tiltektar-og umhverfisdagurinn framundan hér í Blönduósbæ. Á fimmtudaginn ætlum við að sameinast um að fegra bæinn okkar, taka til og lagfæra það sem betur má fara.

Áhugahópur um plastlaust samfélag í Blönduósbæ býður öllum að koma til sín í matsal skólans og taka þátt í því frábæra verkefni sem þær berjast fyrir.

Það er eitt af verkefnum samtímans að draga úr þeirri gegndarlausu plastnotkun sem í gangi er.

Vil ég því hvetja alla til að taka þátt í þessu verkefni og styðja þessar ágætu konur og verkefni þeirra okkur öllum til heilla.

Þetta eru frumkvöðlar!!!

Mætum svo öll í grillið með bros á vör.

Valg.H.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga