Fréttir | 16. maí 2018 - kl. 09:25
Óslistinn opnar heimasíðu

Óslistinn á Blönduósi hefur opnað heimasíðu þar sem finna má helstu stefnumál framboðsins sem og upplýsingar um frambjóðendur. Óslistinn samanstendur af fjölbreyttum hópi íbúa sem allir eiga það sameiginlegt að vilja gera gott samfélag enn betra. „Við trúum á virkt lýðræði og opna og vandaða stjórnsýslu, þar sem íbúar eiga þess kost að taka í auknu mæli þátt í stefnumótun og ákvarðanatöku er varðar samfélagið í heild sinni,“ segir á vefsíðu framboðsins.

Af helstu stefnumálum má nefna atvinnulífið sem Óslistinn segir vera hornstein samfélagsins. Framboðið vill standa vörð um og styðja vöxt þess atvinnurekstrar sem fyrir er ásamt því að leita leiða til að laða að ný fyrirtæki og styðja þá sem hyggjast hefja starfsemi á Blönduósi. Óslistinn mun m.a. beita sér fyrir því að orka frá Blönduvirkjun verði nýtt í starfsemi innan héraðsins.

Öll helstu stefnumál Óslistans má sjá hér.

​Heimasíða Óslistans er https://xo.huni.is/​ 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga