Tilkynningar | 16. maí 2018 - kl. 10:37
Kirkjugarðsgestir á Blönduósi
Frá umsjónarmanni kirkjugarðsins

Vegna framkvæmda við kirkjugarðinn á Blönduósi í sumar geta þeir sem heimsækja garðinn átt von á óþægingum og ónæði vegna  jarðvegsvinnu á svæðinu

Nú þegar eru hafnar framkvæmdir við jarðvegskipti fyrir væntanlegt bílaplan við garðinn og líkur því verki á næstu dögum, vonast er til að malbikað verði um miðjan ágúst.

Þá verður nokkurt rask þegar sett verður upp upplýsingaskilti í garðinum sú framkvæmd verður væntanlega í júní, stemmt er á að afhjúpa skiltið um Húnavökuna í júlí.

Það er von stjórnar og umsjónarmanns kirkjugarðsins að fólk sýni framkvæmdunum þolinmæði og  taki tilit til aðstæðna enda eru þessar framkvæmdir til þess gerðar að auðvelda fólki aðgengi og upplýsingar um garðinn.

Með sumarskveðju og ósk um gott samstarf.

Fyrir hönd stjórnar og umsjónamanns kirkjugarðsins á Blönduósi.

Valdimar Guðmannsson

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga