Minningarsteinn á aftökustaðnum.
Minningarsteinn á aftökustaðnum.
Fréttir | 17. maí 2018 - kl. 11:17
Verus ráðið vegna Þrístapa

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur ákveðið að ráða ráðgjafafyrirtækið Verus til að vera ráðgefandi fyrir sveitarfélagið með framtíðaruppbyggingu á Þrístöpum sem ferðamannastað. Ráðningin er með fyrirvara um fjármögnun verkefnisins. Verus hefur sérhæft sig í ráðgjöf til fyrirtækja í ferðaþjónustu og hefur aðstoðað m.a. Selasetur Íslands, Ferðamálafélag V-Hún., Jarðböðin á Mývatni og Perlan museum.

Vestast í Vatnsdalshólum og norðan þjóðvegarins eru nokkrir einstakir smáhólar og á einum stað þrír samliggjandi, Þrístapar. Þar fór fram síðasta aftaka á Íslandi, þann 12. janúar 1830, er hálshöggvin voru Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir vegna morðs á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni að Illugastöðum í Vestur Húnavatnssýslu. Kvikmynd er í undirbúningi í Hollywood, eftir bókinni Náðarstund eftir Hannah Kent sem fjallar um síðustu æviár Agnesar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga