Fréttir | 20. maí 2018 - kl. 08:44
Tónleikar með Jógvan og Pálma

Jógvan Hansen og Pálmi Sigurhjartarson halda tónleika í Sjávarborg á Hvammstanga í kvöld og í Hólaneskirkju á Skagaströnd annað kvöld. Á tónleikunum flytja þeir lög Jóns Sigurðssonar t.d. Ég er kominn heim, Loksins ég fann þig, Komdu í kvöld, Kvöldsigling, Vertu ekki að horfa og fleiri. Báðir tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og er miðaverð 3.500 krónur. 

Samstarf Jógvans og Pálma hófst árið 2010. Vorið 2015 stýrði Pálmi tónleikum sem haldnir voru vegna 90 ára afmælis Jóns Sigurðssonar (1925-1992), einnig þekktur sem Jón í bankanum. Þar voru helstu lög og textar Jóns fluttir af hljómsveit og söngvurum. Pálmi var tónlistar- og hljómsveitarstjóri og Jógvan einn af aðalsöngvurum. Upp úr þessu spratt sú hugmynd að fara með þessa dagskrá um landið og deila þessum þjóðargersemum með fólki allstaðar á landinu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga