Fréttir | 25. maí 2018 - kl. 10:23
Ellefu vilja starf framkvæmdastjóra SSNV

Alls bárust 13 umsóknir um starf framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra en tvær umsóknir hafa verið dregnar til baka. Stjórn samtakanna auglýsti stöðuna í lok síðasta mánaðar og rann umsóknarfrestur út 12. maí síðastliðinn. Núverandi framkvæmdastjóri, Björn Líndal Traustason, sagði starfi sínu lausu um miðjan apríl. Ráðið verður í stöðuna á næstu vikum.

Umsækjendur um starfið:

Alma Lísa Jóhannsdóttir
Anna Bryndís Sigurðardóttir
Björn S. Lárusson
Eirný Valsdóttir
Guðmundur Rúnar Árnason
Gunnar Rúnar Kristjánsson
Hannes Bjarnason
Jónas Egilsson
Sigríður Hjaltadóttir
Unnur Valborg Hilmarsdóttir
Valdimar O. Hermannsson

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga