Grunnur gerður að gagnaveri á Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Grunnur gerður að gagnaveri á Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fréttir | 12. júní 2018 - kl. 11:40
Fálkagerði - nýtt nafn á götu á gagnaverssvæðinu

Á sveitarstjórnarfundi Blönduósbæjar 7. júní síðastliðinn var lögð fram tillaga um nafn á nýja götu á svæðinu þar sem gagnaverið er að rísa. Tillagan sem lögð var fram var nafnið Fálkagerði. Á fundinum kom einnig fram tillaga um að gefa íbúum kost á að koma með tillögur að götuheiti en hún var felld. Tillagan um nafnið Fálkagerði var samþykkt með fjórum atkvæðum en þrír sveitarstjórnarmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga