Frá Hvammstanga. Ljósm: hunathing.is
Frá Hvammstanga. Ljósm: hunathing.is
Fréttir | 13. júní 2018 - kl. 07:09
Hreinsunardagar í Húnaþingi vestra

Dagana 13.-15. júní verða starfsmenn Sveitarfélagsins Húnaþings vestra á ferðinni og hirða upp garðaúrgang sem settur er út fyrir lóðamörk á Hvammstanga og Laugarbakka. Óskað er eftir því að garðaúrgangurinn verði í pokum og trjágreinar settar saman úti við lóðamörk.

Á vef sveitarfélagsins er athygli vakin á því að búið er að fjarlægja olíutankinn sem stóð á hafnarsvæðinu og frágangur stendur yfir á lóðinni. Í framhaldinu verður hreinsað til á öllu svæðinu. „Við bendum þeim á sem ekki hafa leyfi fyrir aðstöðu á tækjum og tólum á hafnarsvæðinu og hafa samband við rekstrarstjóra í s. 771-4950. Hægt er að fá leigða reiti á nýju geymslusvæði á Syðri-Kárastöðum. Það svæði er afgirt með nýrri girðingu og læstu hliði.“ segir í vefnum.

Geymslusvæðið Grænlaut – Syðri Kárastöðum
Nýtt geymslusvæði hefur verið opnað á Syðri-Kárastöðum á aflögðu urðunarsvæði. Svæðið er afgirt með hliði og stendur íbúum og fyrirtækjum til boða að geyma þar tæki og tól gegn gjaldi. Eldra svæði verður hreinsað og eru þeir sem þar eiga tæki og tól og vilja áframhaldandi geymslu að færa sín tæki á úthlutaðan reit á nýja svæðinu. Starfsmenn áhaldahúss geta aðstoðað við flutning innan svæðis, einnig verður hægt að losa sig við tæki og tól á staðnum í gám og verður fargað. Það sem eftir verður af tækjum og tólum verður fargað. Leiguverð verður samkvæmt gildandi gjaldskrá, sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga