Úr bíl lögreglunnar. Ljósm: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra.
Úr bíl lögreglunnar. Ljósm: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra.
Fréttir | 19. júní 2018 - kl. 14:11
Lögreglan skorar á ökumenn að virða umferðarreglur

Um síðustu helgi voru 134 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Sá sem hraðast ók mældist á 166 kílómetra hraða á klukkustund. Þá voru fimm ökumenn kærðir fyrir önnur umferðarlagabrot, þar á meðal einn fyrir að valda mikilli hættu í umferðinni með glæfralegum framúrakstri. Einn ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna.

Þetta kemur fram á Facebook síðu lögreglunnar. Þar segir einnig að lögreglan á Norðurlandi vestra muni halda áfram að sinna eftirliti á vegum umdæmisins og skorar hún á ökumenn að virða umferðarreglur sem gilda á vegum landsins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga