Veitt í Laxá á Ásum í gær.
Veitt í Laxá á Ásum í gær.
Vænn lax úr Laxá á Ásum í gær.
Vænn lax úr Laxá á Ásum í gær.
Stoltur veiðimaður í Laxá á Ásum í gær.
Stoltur veiðimaður í Laxá á Ásum í gær.
Fréttir | 20. júní 2018 - kl. 09:01
Laxá á Ásum opnar

Ein magnaðasta laxveiðiá landsins, Laxá á Ásum, opnaði klukkan sjö í gærmorgun. Eftir stutta stund setti Sturla Birgisson, leigutaki og meistarakokkur, í fyrsta laxinn og landaði skömmu seinna. Alls komu sex laxar á land á fyrstu vaktinni í gær, allir um 83-92 sentímetrar að lengd. Laxinn virðist vera kominn um alla ána þannig að komandi dagar og vikur líta vel út.

​Alls veiddust 10 laxar í opnuninni í gær, sá stærsti var 92 sentímetrar að lengd, hængur veiddur í Sauðaneskvörn. 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga