Fálka ungar í fálkaóðali. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fálka ungar í fálkaóðali. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fréttir | 10. júlí 2018 - kl. 14:31
Fylgist með fálkaóðali í A-Hún.

Róbert Daníel Jónsson á Blönduósi hefur fylgst með glæsilegu fálkaóðali sem staðsett er í Austur-Húnavatnssýslu. Í því eru þrír stálpaðir ungar sem eru farnir að fljúga aðeins um að sögn Róberts. Róbert birtir myndir af fuglunum á Facebook síðu sinni en hann er með öll leyfi til að mynda óðalið. Ekki er heimilt að mynd né að fara um þar sem fálkar eru við óðal/hreiður nema með sérstöku leyfi Umhverfisstofnunar.

Sjá má fleiri myndir af fálkunum á Facebook síðu Róberts.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga