Frá Hvammstanga.
Frá Hvammstanga.
Fréttir | 12. júlí 2018 - kl. 13:47
Viðhaldsfé veitt til styrkvega í Húnaþingi vestra

Vegagerðin hefur ákveðið að úthluta 1,8 milljón króna til styrkvega í Húnaþingi vestra á þessu ári og er það sama fjárhæð og í fyrra. Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins árið 2018 er samþykkt að veita þremur milljónum til styrkvega og er því heildarfjárhæðin til viðhalds 4,8 milljónir króna. Samþykkt var að skipta fjárhæðinni niður á eftirfarandi vegi:

Til afréttarvegar á Víðidalstunguheiði kr. 2.500.000.
Til afréttavega í Miðfirði kr. 1.500.000.
Til afréttavega í Hrútafirði kr. 270.000.
Til vega yfir Brandagilsháls kr. 265.000.
Til vega upp á Vatnsnesfjall kr. 265.000.

Styrkvegir eru malarvegir sem taka við þar sem þjónustu Vegagerðarinnar lýkur svo sem þar sem jarðir hafa farið í eyði eða vegir að fjallskilaréttum, svo dæmi séu nefnd. Viðhald þessara vega var fært til sveitarfélaganna frá ríkinu fyrir nokkrum árum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga