Fréttir | 17. júlí 2018 - kl. 13:24
Fótboltaleikur á Blönduósvelli á föstudaginn

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar í knattspyrnu karla, 4. deild – D riðli, tekur á móti Vatnaliljum á Blönduósvelli næstkomandi föstudag klukkan 20:00. Gera má ráð fyrir mikilli og góðri stemningu í Blönduósbæ á föstudaginn þar sem Húnavakan verður þá nýhafin og eru allir hvattir til þess að mæta á völlinn og styðja liðið. Meistaraflokksráð mun grilla og selja hamborgara í hálfleik. Þá verður minning Kristjáns Blöndal Jónssonar heiðruð en hann spilaði fótbolta í fjölmörg ár undir merkjum Hvatar.

Lið Kormáks og Hvatar er sem stendur í þriðja sæti D-riðils með 9 stig eftir 6 leiki en Vatnaliljurnar eru í sjötta og næst síðasta sæti riðilsins með 7 stig eftir 7 leiki.

Sjá má stöðuna í riðlinum hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga