Fréttir | 18. júlí 2018 - kl. 09:31
Boðið upp á listasmiðju í tilefni Húnavöku

Í tilefni Húnavöku um helgina ætlar Þekkingarsetrið að bjóða upp á listasmiðju – þrykknámskeið í Kvennaskólanum föstudaginn 20. júlí frá klukkan 16-18. Listasmiðjan er fyrir börn fædd árin 2004-2008. Elsa Arnardóttir forstöðumaður Þekkingarsetursins og listkennari hefur umsjón með námskeiðinu. Athygli er vakin á því að skráning er skilyrði og fjöldi takmarkaður.

Skráning þarf að berast á tölvupósti á tsb@tsb.is fyrir fimmtudaginn 19. júlí. Frítt er inn, þátttakendur þurfa að koma með efni sem hægt er vinna með og lita. Stuttermabolur er tilvalinn kostur, segir í auglýsingu frá Þekkingarsetrinu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga