Einn vænn úr Vatnsdalnum.
Einn vænn úr Vatnsdalnum.
Fréttir | 19. júlí 2018 - kl. 10:15
Dræmari laxveiði í húnvetnsku ánum en í fyrra

Engin laxveiðiá í Húnavatnssýslum er komin yfir þúsund veidda laxa miðað við nýjar veiðitölur frá Landssambandi veiðifélaga sem birtar eru á vefnum angling.is. Veiðin hefur oft verið meiri í húnvetnsku ánum og má í því sambandi benda á Blöndu en í gærkvöldi höfðust veiðst samtals 515 laxar í ánni frá opnun og var vikuveiðin 98 laxar. Þann 18. júlí í fyrra höfðu veiðst 745 laxar og var vikuveiðin 231 lax og á svipuðum tíma árið 2016 voru 1.492 laxar komnir á land.

Mest hefur veiðst í Miðfjarðará af húnvetnsku laxveiðiánum og er hún í fjórða sæti yfir aflahæstu laxveiðiár landsins með 759 laxa og var vikuveiðin 244 laxar. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 1.202 laxar í ánni.

Í Laxá á Ásum hafa veiðst 241 laxar en á svipuðum tíma í fyrra höfðu veiðst 345 laxar í ánni. Vatnsdalsá er komin í 169 laxa en í fyrra höfðu 216 laxar komið á land. Víðidalsá er komin í 168 laxa en þar höfðu veiðst 315 í fyrra á svipuðum tíma. Veiðst hafa 45 laxar í Hrútafjarðará og Síká samanborið við 90 í fyrra og 12 laxar eru komnir úr Svartá miðað við 28 í fyrra.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga