Frá fyrstu prjónagöngunni árið 2015
Frá fyrstu prjónagöngunni árið 2015
Fréttir | 20. júlí 2018 - kl. 09:53
Prjónaganga á Húnavöku
Frá Textílsetri Íslands

Klukkan 12:00 sunnudaginn 22. júlí verður árleg prjónaganga Textílseturs Íslands. Gengið verður sem leið liggur frá Hótel Blöndu eftir Blöndubyggð, áfram yfir brúna, gengið eftir Húnabraut og Árbraut og endað í Kvennaskólanum þar sem verður opið hús í verkstæðum textíllistamanna sem dvelja í listamiðstöðinni í júlí.

Munið að taka prjónana með ykkur og ef þið hafið ekkert a prjónunum þá er hægt að taka góða skapið með. Reynslan hefur kennt göngufólki að betra er að vera með stálprjóna en viðarprjóna.

Klæðum okkur vel og höfum gaman af að takast á við ólíkar aðstæður s.s. veður, göngu og prjón! Sjáumst í prjónagöngu á Húnavöku!

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga