Fréttir | 20. ágúst 2018 - kl. 15:32
Engin úrslitakeppni í ár

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar í knattspyrnu karla tapaði fyrir ÍH á Ásvöllum á laugardaginn. Tapið þýðir að liðið kemst ekki í úrslitakeppni fjórðudeildar á Íslandsmótinu. Leikurinn endaði 2-1 fyrir heimamenn í ÍH. Kormákur/Hvöt komst yfir í leiknum á 33. mínútu með marki Kristófers Skúla Auðunssonar og stóðu leikar þannig í hálfleik. Í seinni hálfleik skoruðu ÍH menn tvö mörk og gerðu út um leikinn. Seinna markið var á síðustu mínútu leiksins. Jafntefli hefði gefið liðinu séns að ná í úrslitakeppnina.

Úrslitin þýða að Kormákur/Hvöt á ekki möguleika á að ná öðru sætinu í riðlinum fyrir loka umferðina. Liðið er í þriðja sæti riðilsins með 16 stig, fjórum stigum á eftir ÍH sem er í öðru sæti og hefur tryggt sig inn í úrslitakeppnina ásamt Kórdrengjunum sem eru í efsta sæti með 25 stig.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga