Ljósm: HBE/FB/LögreglanNV.
Ljósm: HBE/FB/LögreglanNV.
Fréttir | 21. ágúst 2018 - kl. 14:08
Eftirlit með gæsaveiðimönnum

Gæsaveiðitímabilið hófst í gær hefur Lögreglan á Norðurlandi vestra haft sérstakt eftirlit með skotveiðimönnum á Kjalvegi í góðu samstarfi við Lögregluna á Suðurlandi. Ræddi hún við á fjórða tug veiðimanna um reglur um skotveiðar, skoðaði skotvopnaréttindi þeirra, veiðikort og skotvopn. Á Facebook síðu lögreglunnar kemur fram að nánast allir veiðimennirnir hafi verið til fyrirmyndar.

Einum veiðimanni var gert að hætta veiðum þar sem hann gat ekki sýnt fram á gilt veiðikort.

Þá segir að það hafi verið samdóma álit veiðimanna að þeir fögnuðu framtaki lögreglunnar og voru hæstánægðir með samskiptin.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga