Fréttir | 21. ágúst 2018 - kl. 15:01
Norðurlands Jakinn 2018
Fer fram dagana 23.-25. ágúst

Norðurlands Jakinn er aflraunakeppni sterkustu manna landsins sem fer fram á Norðurlandi og er hún í anda Vestfjarðarvíkingsins. Keppt er í einni grein í bæjarfélögum víðsvegar á Norðurlandi. Aðgangur er ókeypis og er almenningur hvattur til að mæta og sjá sterkustu menn landsins sýna krafta sína. Umsjónarmaður keppninnar er Magnús Ver Magnússon. Keppt er m.a. á Blönduósi og Skagaströnd.

Fimmtudaginn 23. ágúst klukkan 13 verður keppt í drumbalyftu á bæjartorginu við Félagsheimilið á Blönduósi. Klukkan 17 sama dag verður keppt í kasti yfir vegg við Spákonuhof á Skagaströnd.

Föstudaginn 24. ágúst klukkan 12 verður keppt í réttstöðulyftu við safnahús Skagfirðinga á Sauðárkróki. Klukkan 17 sama dag verður keppt í víkingapressu og myllugöngu við Tjarnarborg á Ólafsfirði.

Laugardaginn 25. ágúst klukkan 12 verður keppt í framhaldi og réttstöðuhaldi við Dimmuborgir á Mývatni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga