Höskuldsstaðakirkja. Mynd: Kirkjukort.net
Höskuldsstaðakirkja. Mynd: Kirkjukort.net
Fréttir | Tilkynningar | 19. september 2018 - kl. 21:09
Biskup heimsækir Höskuldsstaðakirkju
Frá sóknarnefnd

Biskup Íslands frú Agnes Sigurðardóttir heimsækir Höskuldsstaðakirkju miðvikudaginn 26. september næstkomandi klukkan 10:30. Þar verður stutt helgistund og að henni lokinni mun biskup vígja sögutorg sem hlaðið var í sumar í elsta hluta kirkjugarðsins á Höskuldsstöðum.

Tilgangur þess er að gera gamla rúnalegsteininn sem hefur verið í kirkjugarðinum frá því fyrir 1400 sýnilegri og aðgengilegri ásamt því að stuðla að varðveislu hans til framtíðar.

Rúnalegsteinn þessi er meðal elstu áreiðanlega tímasettu rúnalegsteina á Íslandi og er því áríðandi að varðveita hann vel. Hann hefur lengi verið  hulinn mold en 1910 er þess getið við vísitasíu að hann hafi komið í ljós. Legsteinn þessi  var settur yfir séra Martein prest á Höskuldsstöðum en hann var prestur þar á 14. öld.

Kaffiveitingar. Mætum sem flest og eigum góða stund saman. Allir velkomnir.

Sóknarnefnd Höskuldsstaðakirkju.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga