Fréttir | 20. september 2018 - kl. 08:22
Aukin áhersla á fíkniefnamál

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur lagt aukna áherslu á fíkniefnamál að undanförnu og hafa átta slík mál komið til kasta hennar sem af er september. Hefur lögreglan meðal annars nýtt sér aðstoð fíkniefnaleitarhunda. Sum málanna tengjast akstri undir áhrifum fíkniefna og þakkar lögreglan það auknu umferðareftirliti í umdæminu.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga