Áð í skjóli utan í Spönskudys við Fagradal á Höfðanum
Áð í skjóli utan í Spönskudys við Fagradal á Höfðanum
Fréttir | 20. september 2018 - kl. 10:23
Gengið um Spákonufellshöfða
Frá “lafi Bernódussyni göngustjóra

Í þriðju lýðheilsugöngunni í Austur-Húnavatnssýslu gengu tíu manns saman um Spákonufellshöfða í hvössum norðan vindi og rigningarskúrum. Fólkið henti bara gaman af veðrinu enda allir vel klæddir og tilbúnir að takast á við svolítinn hraglanda. Í gönguferðinni voru ýmsir staðir á Höfðanum skoðaðir og sagðar sögur um atburði sem tengjast þeim og nágrenni Höfðans.

Gönguferðin um Höfðann, sem er fólkvangur og því friðaður, tók um einn og hálfan tíma  og var ánægjulega hressandi með kátum hóp af fólki.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga