Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Þriðjudagur, 23. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 17:20 0 0°C
Laxárdalsh. 17:20 0 0°C
Vatnsskarð 17:20 0 0°C
Þverárfjall 17:20 0 0°C
Kjalarnes 17:20 0 0°C
Hafnarfjall 17:20 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Seint verða menn sammála um hvað er hóll og hvað hólar.
Seint verða menn sammála um hvað er hóll og hvað hólar.
Sá hluti Vatnsdalsfjalls, sem lagði til efni í Hólana.
Sá hluti Vatnsdalsfjalls, sem lagði til efni í Hólana.
Jörundarfell og stóra skálin þar norður af. Efnið í Hólana hljóp úr fjallinu norðan við skálina á um 2 km löngum kafla.
Jörundarfell og stóra skálin þar norður af. Efnið í Hólana hljóp úr fjallinu norðan við skálina á um 2 km löngum kafla.
Þrístapar.
Þrístapar.
Pistlar | 08. október 2018 - kl. 09:33
Hvernig urðu Vatnsdalshólar til
Eftir Magnús “lafsson

Nýlega gekk ég í lýðheilsugöngu með hópi fólks um Vatnsdalshóla og sagði frá náttúruhamförum á þessu svæði. Vona að allir hafi haft nokkuð gaman af og muni síðar leggja leið sína á þessar merku slóðir í betra veðri. Það er vel þess virði að ganga frá Þrístöpum, suðuraustur um hólana allt þar til sýn opnast yfir Flóðið. Virða fyrir sér margbreytilega myndun hólanna og misjöfn berglög.

Landslagið er allt stórbrotið og kjörið að rifja upp í huganum þau náttúruöfl, sem mynduðu þetta landslag. Raunar er auðvelt að ganga allt niður í Þórdísarlund, fallegan skógarlund sem Húnvetningafélagið á og hefur ræktað af myndarskap, en á þeim slóðum fæddist fyrsti innfæddi Húnvetningurinn.

Berghlaup (framhlaup) úr Vatnsdalsfjalli
Vatnsdalshólar mynduðust með óhemju miklu berghlaupi (framhlaupi) úr Vatnsdalsfjalli í lok ísaldar. Ís, björg og óhemju magn af aur og grjóti féll úr fjallinu og vestur yfir það stóra landsvæði sem hólarnir þekja. Sammála eru menn um þá kenningu að það stóra fell sem þarna hefur verið hafi á einhvern hátt hlaupið frá fjallinu, jafnvel á einhvers konar íshellu. Meginhólarnir eru á um fimm ferkílómetra svæði, en stakir hólar allvíða þar í kring. Þetta magnaða náttúruundur er mjög fagurt og gaman að fara um og skoða. Víða eru fagrar lautir, víða sérkennilegar myndir í hólunum, sem sumir eru stakir en á öðrum stöðum samfelld hólaþyrping, einkum um miðbik þeirra. Sérkennilegir dalir eru allvíða milli hólanna. Þeirra stærstur er Torfdalur en svo er þarna líka Krossdalur eða Krossdalir, Kýrlaut efri og neðri og Skjónudalur. Um hann liggur núverandi vegur. Þar rétt hjá, en sést ekki frá veginum, er lautin heitir Danslaut, enda var þar danspallur fyrir löngu og þar haldin böll. Það var raunar fyrir svo löngu að ég náði aldrei að komast þangað á ball, en man aðeins eftir síðasta spýtnabrakinu úr pallinum. Næsta laut heitir Hestalaut, enda voru hestar ballgesta geymdir þar meðan á dansleik stóð.

Ég nota stundum þá líkingu þegar ég lýsi því hvernig hólarnir mynduðust að það hafi gerst þannig að ísinn á toppi Vatnsdalsfjalls hafi farið kollhnís ofan af fjallinu og borið þetta mikla magn af aur og grjóti með sér. Allavega stíflaðist Vatnsdalsá ekki fyrr en mörgum öldum síðar, heldur rann hún óheft með fjallsrótum. Lengi fram eftir öldum náði eylendið, sem svo er kallað suður fyrir þann stað sem það nær nú. Það var við mikið skriðufall, Skíðastaðaskriða 1545, sem myndaði landsvæðið sem bærinn Hnausar stendur og árið 1720 féll Bjarnastaðaskriða og stíflaði ána þannig að Flóðið myndaðist. Án þess að ræða þessi skriðuföll meira í þessari grein þarf ég að nefna að einhvers staðar hefur komist á prent að Bjarnastaðaskriða hafi teygt sig um 3 km í vestur. Það hef ég einnig gert mig sekan um að endurtaka þá ég lýsi náttúruhamförum á þessu svæði, en við samantekt á þessari grein hef ég komist að því að í samtímaheimild frá því í júní 1721 segir á einum stað: „Að vestanverðu við farveg árinnar hefur áminnst skriða hlaupið áfram yfir stærstu hóla og björg, sem frá fornu fari hafa verið kallaðir Vatnsdalshólar. Lengd skriðunnar í þá átt frá farveginum var um 279 faðmar og hefur margnefnd skriða, eftir að hún hafði fallið yfir ána þakið hólana með stórum steinum og eðju, svo mikilfenglengt ef á að horfa. Yfir að sjá lítur allt út eins og nýrunnin skriða. Hæð sumar stærstu klettanna mælt upp og niður er 20 faðmar.“ Samkvæmt þessu hefur skriðan náð um 500 m vestur fyrir núverandi farveg og hæð stærstu klettanna í þeirri skriðu verið 30-40 metra. 

Ekki úr skálinni norðan við Jörundarfell
Efnið í hólana kom úr fjallinu beint austur af þeim. Þeir koma ekki úr stóru skálinni norðan við Jörundarfell, eins og sumir hafa haldið, heldur er efnið komið úr um tveggja kílómetra svæði þar norður af. Trúlega hafa fjallsbrúnir undir íshellunni verið á hæð við Jörundarfellið, þegar það hlaup brast á. Það er óhemju magn jarðvegs sem myndaði alla hólana. Hvernig þessar náttúruhamfarir í lok ísaldar gerðust skal að öðru leiti ósagt látið, en alltaf finnst mér best að nota kenninguna um kollhnís íss og aurs. Það skýrir líka vel lögun hólanna, grjót og aur, sem brýtur sér leið niður um bráðnandi íshellu. Hvort framhlaupið sem myndað skálina norðan við Jörundarfellið hefur komið áður eða eftir skal ósagt látið. Bergtegundirnar sem úr því hlaupi komu eru enn ófundnar.

Kenningu um hvaðan efni í Vatnsdalshólana er komið setti sjálfmenntaði náttúrufræðingurinn Jakob H. Líndal á Lækjamóti fram árið 1936 í grein í Náttúrfræðingnum, 6. tbl. Þá grein má finna á netinu á vefslóðinni www.timarit.is  Áður hafði Þorvaldur Thoroddsen komið fram með allt aðrar hugmyndir og svo hefur einnig verið gert síðar. Kenningar Jakobs voru dyggilega studdar af fræðimönnum eins og Sigurði Þórarinssyni og Ólafi Jónssyni. Síðari tíma fræðimenn hafa líka komið fram með kenningar og aðrar skýringar á hvernig Vatnsdalshólar eru myndaðir eins og t.d.  Ágúst Jónsson gerði í grein í Náttúrufræðingnum 1997 en þær skýringar voru hraktar í BS ritgerð Höskuldar B. Jónssonar 1998 og grein sem birtist í Náttúrufræðingnum, 72 árgangi 2004, undir nafninu: Myndaði berghlaup Vatnsdalshólana. Greinin er eftir Höskuld og tvo kennara hans og leiðbeinendur við BS ritgerðina, þá Hreggvið Norðdahl og Halldór G. Pétursson. Þá grein má tinna á www.timarit.is  Í þessum skrifum og vísindaathugunum þessara þremenninga eru kenningar Jakobs rækilega staðfestar m.a. með eftirfarandi orðum í lok greinar þeirra félaga í Náttúrufræðingnum árið 2004.  

- Það er niðurstaða þessarar athugunar að Vatnsdalshólar séu hvorki hluti af óhreyfðum berggrunni né mótaðir eða myndaðir af jöklum eða jafnvel hvort tveggja, eins og Ágúst Guðmundsson hefur haldið fram. Ljóst er að hugmyndir Jakobs H. Líndals um að berghlaup hafi myndað hólana hafa staðist tímans tönn og þó svo að þær skýringar sem hér eru settar fram séu að einhverju leyti frábrugðnar skýringum Jakobs, eru niðurstöðurnar að mestu leyti samhljóða. Niðurstaðan undirstrikar orð Sigurðar Þórarinssonar í formála bókarinnar Með huga og hamri, sem m.a. geymir safn jarðfræðidagbóka Jakobs H. Líndals, en þar segir: „... eru þær óbrotgjarn minnisvarði glöggskyggni, skarpskyggni og vísindalegum hugsunarhætti þessa hógværa húnvetnska bónda." –

Auk þessa má lesa stutta en góða samantekt um hvernig Vatnsdalshólar hafi myndast á vísindavef Háskólans: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=1409 

Áfram má glíma við gátuna
Örugglega eiga menn síðar eftir að koma með enn aðrar kenningar um myndun þessa merka náttúrufyrirbæris. Jakob H. Líndal var mjög hógvær í lok greinar sinnar en segist hafa gert nokkra grein fyrir athugunum sínum um myndun Vatnsdalshóla og ályktunum sem hann geti dregið af þeim. „Gætu þær ef til vill orðið til umhugsunar einhverjum, um leið og leið þeirra liggur um eða í námunda við hólana. Gögnin, sem hólarnir sjálfir bera í skauti sínu fyrnast ekki né týnast. Gátan liggur opin áfram til að glíma við. Ef til vill tekst einhverjum öðrum að koma auga á einhver atriði, sem leiða til annarrar og fyllri úrlausnar.“

Nú þegar þessar línur eru skrifaðar hefur engum fræðimanni tekist að sannfæra mig um að Vatnsdalshólarnir hafi myndast á annan hátt en þann sem Jakob lýsir. Síðan hann skráði sínar athuganir eru þó liðin 82 ár. Jakob byggir sínar niðurstöður m.a. á því að bera saman bergtegundirnar í Vatnsdalshólunum og bergið sem eftir stendur í Vatnsdalsfjalli. Með rannsóknum sínum fann hann út að efni hólanna kemur úr næstu tveimur kílómetrum norðan við stóru skálina, sem enn sést í Vatnsdalsfjalli norðan við Jörundarfellið. Um þetta segir hann í greininni í Náttúrufræðingnum á bls. 68. „Svo nákvæmt samræmi virðist þarna milli, að norðan til í framhlaupssvæðinu fann ég sérkennilega umbreytt afbrigði af eygðu basalti, sem ég hef ekki fundið annars staðar með sama blæ. Norðan til í hólunum fann ég talsvert af samskonar afbrigði, einmitt gengt legu þess í fjallinu. Þegar lengra kom suður í hólana fann ég það ekki. Aftur er meira af ýmis konar líparíti sunnar í hólunum og stendur það heima við legur þeirra í fjallinu, og afbrigðin hin sömu.“

Ýmsar bergtegundir í Vatnsdalshólum
Efni Vatnsdalshólanna er úr ýmsum bergtegundum, sem flestar eru mjög auðveðraðar. Á nokkrum stöðum er talsvert af basalti, en þó meira af móbergskenndu efni, einkum líparíti ýmislega litu, rauðu, bleiku, bláleitu og hvítu. Hvergi hef ég fundið betri lýsingu á lögun hólanna en í grein Jakobs frá 1936 og get staðfest eftir margar ferðir um hólana, bæði gangandi og ríðandi, að þessi lýsing stenst tímans tönn. Endurskrifa því þessa góðu lýsingu nær óbreytta:

- Aðalgerð hólanna eru snarbrattar keilumyndanir með ávölum toppi. Standa hólarnir víða einstakir, en með stuttu millibili í allskonar stærðum, allt frá stórri þúfu upp hóla 40-50 m á hæð. Víða rennar hólarnir þó saman í samofnar þyrpingar og hólaraðir. Keiluhlíðarnar eru að mestu gróðurlausar, veðraðar niður í smáflísar og leirkennda möl. Njóta sín því vel litbrigði bergtegundanna í viðfeldinni mótsetningu við grænt valllendið milli hólanna og grasgeira upp í þá. Ef inn í hólana er grafið, er á nokkrum stöðum áframhaldandi samryskja af sundurlausu bergi og óslípaðri möl, en víða stækkar þó grjótið og verður nær samfellt hrúgald af hvassbrúna stórbjörgum, ýmist samstæðum að berggerð eða samsafn fleiri þeirra bergtegunda, sem hólana mynda. –

Aldir síðan bergið hljóp fram
Fræðimenn hafa ekki komist að niðurstöðu um hvenær þetta mikla framhlaup hefur átt sér stað en líklega hefur það gerst eftir að sjór hvarf úr Vatnsdal sem talið er að hafi orðið um 7.300 árum f. Krist en áður en súra öskulagið úr Heklu, H5 féll rúmlega 4.000 árum fyrir Krist. Trúlega er eldra ártalið nær sanni um þetta mikla framhlaup þó ekkert sé hér fullyrt um það. Síðan geta hafa liðið mörg ár, jafnvel aldir, þar til íshellan var að fullu bráðnuð. Þá hafa einstakir hólar veðrast í áranna rás.

Vatnsdalshólarnir eru og verða um aldir óteljandi. Menn munu þó áfram reyna að telja og gaman verður að fylgjast með tilraunum Verkfræðistofunnar Eflu að nota nýjustu tækni við slíkt. Ástæðan að aldrei mun fást niðurstaða um fjölda hólanna, sem allir sættast á, er sú að menn munu aldrei geta skilgreint hvað er hóll og hvað er þúfa. Tökum dæmi Þrístapa, staðinn sem síðasta aftakan fór fram. Er það einn hóll eða fleiri. Það er samfelldur hólarani sem hægt er að skilgreina sem einn hól, en eins hægt að skilgreina sem þrjá og jafnvel fjóra hóla, þ.e. ef menn telja þústina norðan við gröfina sjálfsstæðan hól. Sjá meðfylgjandi loftmynd.

Tekið saman 7. október 2018

Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum.

Höf. rzg
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 13:50
Nöfn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur og Harðar Gunnarsson voru dregin upp úr potti í tengslum við kosningu á fimm tillögum af slagorði fyrir Húnaþing vestra. Þátttakendur í kosningunni gátu skráð netfang sitt og tekið þátt í happdrættinu og í boði var 10 þúsund króna gjafabréf á veitingastað í sveitarfélaginu. Pálína og Hörður völdu gjafabréf á Northwest í Víðigerði. Slagorðið sem varð hlutskarpast er Lifandi samfélag og hefur sveitarstjórn samþykkt tillöguna.
Glaðheimar
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:49
Í gærkvöldi sóttu vettvangsliðar á Skagaströnd fræðslu um ofbeldi í nánum samböndum, einkenni þess og mögulegar birtingarmyndir. Fræðslan var á vegum Lögreglunnar á Norðurlandi vestra en unnin í nánu samstarfi við félagsþjónustu svæðisins. Fleiri einingar viðbragðsaðila í umdæminu munu sitja sams konar fræðslu á næstu vikum, að því er segir á facebooksíðu lögreglunnar. Fræðslan í kvöld fór fram í Bjarmanesi þar sem eitt sinn var lögreglustöð.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:42
Árlegir vortónleikar Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga eru framundan enda vorið og sumarið á leiðinni í Húnavatnssýslurnar. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Blönduóskirkju þriðjudaginn 30. apríl klukkan 20 en þar koma fram söngnemendur úr Húnabyggð. Þriðjudaginn 7. maí klukkan 17 verða tónleikar í Hólaneskirkju og þar koma fram hljóðfæra- og söngnemendur úr Skagabyggð og frá Skagaströnd.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:30
Aðalfundur Stéttarfélagsins Samstöðu 2024 verður haldin mánudaginn 29.apríl klukkan 18:00 í sal Samstöðu, Þverbraut 1 á Blönduósi. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:26
Frá stjórn
Aðalfundur Styrktarsjóðs Húnvetninga verður haldinn að Þverbraut 1 (Samstöðu) klukkan 17:00 fimmtudaginn 2. maí næstkomandi. Venjuleg aðarfundarstörf.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 21:23
Frá Kvenfélagi Svínavatnshrepps
Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmæli sitt 20. apríl sl. Var öllum kvenfélagskonum í Austur Húnavatnssýslu boðið í kaffi í Dalsmynni. Þar var mikil kökuveisla sem einkenndist af því að hafa kaffibrauð sem hugsanlega hefði getað verið á borðum er kvenfélagið var stofnað. Fyrir tíu árum þegar kvenfélagið varð 140 ára héldu konur í félaginu hóf og einnig handverkssýningu í Dalsmynni.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 18:37
Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta á Hvammstanga í ár verða enn fjölbreyttari en áður. Hátíðin er haldin af Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra í samstarfi við Hestamannafélagið Þyt og hefst með ókeypis sirkussýningu í Þytsheimum klukkan 12:00, fimmtudaginn 25 apríl. Síðan verður haldið upp á sumardaginn fyrsta á hefðbundinn hátt með skrúðgöngu frá Reiðhöllinni Þytsheimum klukkan 14:00.
Bréf Margrétar á Hóli
Bréf Margrétar á Hóli
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 16:59
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
Stjórnarherrar landanna höfðu í aldanna rás lengstum ekki mikil afskipti af þegnum sínum, létu sér nægja að hirða af fólki hluta af þeim arði sem það framleiddi og krafði svo með nokkuð jöfnu millibili hluta af karlpeningnum til þjónustu í herjum sínum til vígaferla og ránsferða. Auk þess höfðu stjórnvöld mikinn áhuga á að segja fólki á hvað það skyldi trúa. Heilbrigðismál, skólamál og félagsþjónusta komu lítið inn á borð stjórnarherranna en var á vegum einstaklinga og ættmenna, kirkjunnar og, a.m.k. á Íslandi, hreppa.
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 11:58
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Á miðvikudegi þann 8. maí, boðum við aðalfund Sögufélagsins Húnvetnings, kl. 15, þ.e. á nóni í Bóka- og skjalasafninu Blönduósi. Þar munu þau Svala skjalavörður Runólfsdóttir og Benedikt Blöndal segja frá og sýna okkur árangur starfs þeirra hjóna við að safna upplýsingum um minnismerki í Austur-Húnavatnssýslu síðustu misserin. Einnig mun Hjalti Pálsson sagnfræðingur koma til okkar á fundinn og segja okkur frá upphaflegum tillögum og umræðu sem leiddu til þess stórvirkis sem Byggðasaga Skagfirðinga varð í höndum hans.
Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 21:12
Gular veðurviðvaranir taka gildi á morgun allt frá Breiðafirði, um Vestfirði, allt Norðurland og austur á firði, vegna talsverðrar rigningar og asahláku á morgun og fram á aðfaranótt sunnudags. Á vef Veðurstofunnar segir að vegna ört hækkandi hitastigs megi búast við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt sé að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 20:56
Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar boðar til málstofu um húsnæðis- og kjaramál, laugardaginn 20. apríl klukkan 09:00 í húsnæði stéttarfélagsins Samstöðu að Þverbraut 1 á Blönduósi. Frummælendur verða Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar, stéttarfélags í Skagafirði, Ásgerður Pálsdóttir, fyrrverandi formaður Samstöðu og núverandi formaður Félags eldri borgara á Blönduósi og Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða.
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 12:07
Sunnudaginn 28. apríl verða haldnir tónleikar í Blönduóskirkju þar sem kirkjukórinn mun syngja nokkur hugljúf vorlög undir stjórn Eyþórs Franzsonar Wechner organista. Jafnframt mun Eyþór sýna snilli sína og leyfa okkur að heyra hvað orgelið hefur upp á að bjóða.
Helgi Haukur Helgason, framkvæmdastjóri Bríetar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd. hunathing.is
Helgi Haukur Helgason, framkvæmdastjóri Bríetar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd. hunathing.is
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 20:37
Húnaþing vestra og Leigufélagið Bríet hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu leiguíbúða í Húnaþingi vestra. Í yfirlýsingunni lýsa aðilar yfir vilja til samstarfs um uppbyggingu leiguíbúða í sveitarfélaginu auk þess sem Húnaþing vestra leggur til íbúðir í sinni eigu í gegnum svokölluð yfirtökuverkefni. Viljayfirlýsing þessi kemur til viðbótar samkomulagi sem undirritað var á dögunum milli innviðaráðuneytis, Húnaþings vestra og HMS um uppbyggingu allt að 50 íbúða til sölu og leigu á næstu fimm árum.
Mynd. skagastrond.is
Mynd. skagastrond.is
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 20:23
Árleg kökukeppni Undirheima, sem er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Höfðaskóla, var haldin í gærkvöldi. Keppendur voru tólf talsins og voru tveir til þrír saman í hóp. Skreyta þurfti kökurnar á staðnum og höfðu keppendur 60 mínútur til þess að ljúka verkinu. Að því loknu valdi þriggja manna dómnefnd þrjú efstu sætin sem frumlegustu kökuna, besta bragðið og fallegustu kökuna. Að hennar sögn var valið ekki auðvelt. Sagt er frá þessu á vef Skagastrandar.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið