Fréttir | 16. október 2018 - kl. 10:37
Rjúpnaveiði án leyfis bönnuð á stóru landsvæði vestan Vatnsdals

Breyting verður á fyrirkomulagi fuglaveiða í haust á stóru landsvæði vestan Vatnsdals en búið er að leigja Kornsárselsland, Gilhaga, Þingeyraselsland og Fremrihlíð í Víðidalsfjalli til einstaklinga. Fuglaveiði á þessum löndum er því bönnuð nema þeim sem hafa til þess leyfi. Veiðileyfi kostar kr. 7.000 fyrir hvern veiðimann. Veiði verður takmörkuð bæði hvað varðar fjölda veiðimanna hvern dag og eins með fjölda veiddra fugla.

Hverjum veiðimanni er leyfilegt að skjóta 12 fugla á dag og er hægt að nálgast veiðileyfi hjá Sigurjóni í síma 898 0663.

Rjúpnaveiðitímabilið hefst 26. október næstkomandi og eru veiðidagar tólf sem skiptast á fjórar helgar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga