Fréttir | 17. október 2018 - kl. 09:54
Kótelettukvöld í Eyvindastofu 3. nóv.

Næsta kótelettukvöld Frjálsa kótelettufélagsins í Austur-Húnavatnssýslu verður haldið í Eyvindastofu laugardaginn 3. nóvember næstkomandi og hefst klukkan 19:30. Veislustjóri verður Skagfirðingurinn góðkunni Gunnar Rögnvaldsson frá Hrauni og mun hann koma með gítarinn með sér.

Kóteletturnar koma áfram frá SAH-Afurðum, raspið frá Vilkó og Björn Þór og félagar hjá B&S nota svo sömu aðferðirnar sem húnvetnskar ömmur notuðu við undirbúning og eldamennsku hér á árum áður ásamt meðlæti.

Nú þegar eru margir búnir að skrá sig á kótelettukvöldið og eru líkur á að uppselt verði eins og svo oft áður.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga