Tilkynningar | 08. nóvember 2018 - kl. 13:40
Félagsstarf aldraðra auglýsir

Fyrirhugað er að halda námskeið í tálgun í tré í nóvember/desember ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið verður haldið í kjallara Hnitbjarga að Flúðabakka 4 á Blönduósi. Kennari er Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins.

Námskeiðið, sem er 10 tíma námskeið, yrði haldið um helgi. Verð er um 7.000 krónur á mann. Allt efni innifalið og kennari skaffar áhöld. Möguleiki er að halda framhaldsnámskeið.

Þeir sem hafa áhuga vinsamleg skráið ykkur á netfangið sisab@blonduos.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga