Fréttir | 13. nóvember 2018 - kl. 10:54
Nýr gagnagrunnur um menningarmál

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hafa í sameiningu tekið í notkun yfirgripsmikinn gagnagrunn um menningartengda þjónustu á Norðurlandi. Verkefnið hefur hlotið nafnið Menningarbrunnur en það hlaut styrk úr Sóknaráætlunum Norðurlands vestra og eystra sem áhersluverkefni.

Menningarbrunnurinn verður aðgengilegur á heimasíðum SSNV og Eyþings og fleiri aðila innan tíðar. Skráning í grunninn er aðilum að kostnaðarlausu en skráning og viðhald upplýsinga verður í höndum SSNV og Eyþings . Í gagnagrunninum verður að finna upplýsingar um, hátíðir, húsnæði, hönnunarhús/gallerí, menningarstofnanir/félög, svæðisbundna fjölmiðla, söfn/setur, tónlist, útilistaverk, vinnustofur listamanna.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga