Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 25. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 13:38 0 0°C
Laxárdalsh. 13:38 0 0°C
Vatnsskarð 13:38 0 0°C
Þverárfjall 13:38 0 0°C
Kjalarnes 13:38 0 0°C
Hafnarfjall 13:38 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Pistlar | 30. nóvember 2018 - kl. 12:07
Ef ég væri Nöldri...............
Eftir Gunnar Rúnar Kristjánsson

Um aldamótin 1900 var tekin sú ákvörðun að Húnavatnssýsla skyldi klofin í tvennt í vestur og austur Húnavatnssýslur. Ástæðan fyrir því að þessi ákvörðun var tekin var fyrst og fremst af samgöngulegum rökum og að íbúarnir voru um fjögur þúsund. Það þótti ekki gerlegt að sinna þeim störfum, sem lagt var á embætti sýslumanna, í svona víðáttumiklu og torfæru svæði sem Húnavatnssýslur voru. Auk þess var yfirgangur Austur-Húnvetninga með slíkum hætti að Vestur-Húnvetningar fengu ekki notið sín.

Nú eru 20 ár síðan Vestur Húnvetningar sameinuðust í eitt sveitarfélag. Ekki veit ég hvort það hafi ráðið miklu þar um að yfirgangur okkar austan manna var horfinn að mestu eða öllu leyti en staðreyndin er engu að síður sú að sveitarfélögin sameinuðust. Síðan þá hefur Bæjarhreppurinn í Strandasýslu sameinast Húnaþingi vestra.

Við hér austan Gljúfurár höfum líka verið að burðast við að sameinast og það hefur þokast. Fimm sveitarhreppar sameinuðust 2006 þannig að í A-Hún eru nú 4 hreppar með um 1860 íbúa. Frekari sameining hefur þó einhverra hluta vegna staðið í íbúum og sýnist sitt hverjum. Hreyfing komst þó á málin í lok síðasta kjörtímabils þar sem sveitarfélögin 4 samþykktu að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Þetta var í lok kjörtímabilsins en samstarfsnefndin sem skipuð var af sveitarfélögunum kom miklu í verk á þeim stutta tíma sem hún hafði. Fyrirtækið Ráðrík ehf var ráðið sameiningarnefndinni til ráðgjafar og hefur það unnið gott starf sem lesa má á Húnahorninu. Það sem er merkilegt við þetta ferli allt saman er að farið var af stað í lok kjörtímabils og að það lá alltaf fyrir að nýjar sveitarstjórnir myndu þurfa að taka ákvörðun um hvort ferlinu skyldi haldið áfram eða ekki. Mér finnst að fólkið sem bauð sig fram hafi ekki verið það ljóst hvað beið þeirra.

Stefnuskrár lista í síðustu sveitarstjórnarkosningum voru býsna þögular um það hvort ferlinu yrði fram haldið eður ei. Hvað um það allar sveitarstjórnirnar voru sammála um að halda ferlinu áfram og kusu fulltrúa í sameiningarnefnd. Sameiningarnefndin hefur annað hvort ekkert starfað (engar fundargerðir á vefnum) eða vinnan og ákvarðanir það viðkvæmar að ekkert má láta uppi. Til stendur samkvæmt vinnuplaggi að kjósa í sveitarfélögunum í janúar 2019.

Áður hefur verið vikið að starfi Ráðríku. Þar skiluðu skýrslu þar sem fram kom í fyrsta lagi að sveitarfélögin ættu að sameinast. Í öðru lagi kom fram hjá þeim að gera ætti 10-20 ára samfélagssáttmála fyrir sveitarfélögin 4 óháð því hvort yrði að sameiningu eða ekki. Hér er fyrst og fremst verið að horfa til skóla- íþrótta- og tómstundamála en vitaskuld nær þetta til allra mála er snúa að stjórnun og vinnu sveitarfélaga. Allir íbúar gerðu sér grein fyrir að það yrði ekki ódýrara að reka eitt sveitarfélag fram yfir fjögur en þjónusta við íbúa yrði væntanlega betri. Ákvörðun þeirra byggir fyrst og fremst á samtali við og vinnu með íbúum sveitarfélaganna fjögurra.

Nú er komið að því að við íbúarnir eigum að kjósa um hvort við viljum sameina þessi sveitarfélög eða ekki. Þó svo að ég hef talið að við ættum að sameinast í eitt sveitarfélag þá sameinumst við ekki bara til að sameinast. Það verður að vera ljóst öllum kjósendum að hvað sameiningin þýðir. Liggi fyrir sáttmáli um hvernig málum skuli skipað í sameiginlegu sveitarfélagi fyrir næstu 10 ár er ég viss um að engin sveitarstjórnarfulltrúi fari gegn því.

Hvernig ætti þessi sáttmáli að líta út. Ég sé fyrir mér að stjórnsýslan verði að mestu leyti á einum stað, Blönduósi. Hafnarstjórn hefði aðsetur á Skagaströnd. Fjallskil í sveitinni.

Að öðru leyti gæti samfélagssáttmálinn innihaldið eftirfarandi atriði.

  • Að sveitarfélagið verði fremst allra á sviði umhverfismála
  • Að sorphirða verði samræmd í sveitarfélaginu, þar sem ströngustu viðmið verði höfð að leiðarljósi
  • Að fráveitumál verði samkvæmt lögum þar um í öllu sveitarfélaginu
  • Að höfnin og hafnarsvæðið á Skagaströnd geti tekið við minni skemmtiferðaskipum og að hún geti tekið við kaupskipum þegar siglingin yfir norðurskautið opnast.
  • Áfram verði unnið við innviði í öllu sveitarfélaginu
  • Nýtum kraftinn sem fylgir gagnaversuppbyggingu á Blönduósi
  • Brúum (göngu- og hjólabrú) Blöndu við ósinn til að tengja bæjarhlutana saman
  • Gerum A-Hún að draumastað fyrir hestaferðalög með því að byggja upp og viðhalda reiðvegum
  • Stöndum saman að því upplýsa aðra um hvaða möguleikar eru í A-Hún til frístundaiðju hvenær sem er ársins.
  • Í Húnavatnssýslum er flest sauðfé. Réttir er viðburður sem við eigum að nýta, ekki bara fyrir heimamenn heldur líka fyrir ferðafólk. Það þarf því að huga að ferðamönnum líka þegar réttir eru endurnýjaðar eða byggðar nýjar.

Þetta eru nokkur dæmi sem ég held að við getum öll sameinast um að gera og unnið að. Við verðum líka að vera stolt af því sem hér er gert.

Ég sakna umræðna um þessi mál innan sveitarfélaganna og sérstaklega sakna ég frétta frá sameiningarnefndinni. Það getur ekki verið að sameiningarnefndin leggi til við sveitarstjórnir að þær boði til kosninga um sameiningu án þess að fyrir liggi hvað á að sameinast um. Við hefðum þá getað kosið strax fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar um sameiningu sveitarfélaganna. Þó svo að vinnuskjalið geri ráð fyrir kosningu í janúar 2019 þurfum við ekkert að flýta okkur um of sérstaklega ef sameiningarnefndin þarf meiri tíma til að vinna.

En ég er ekki Nöldri eins og það komi málinu eitthvað við.

Gunnar Rúnar Kristjánsson
Áhugamaður um sveitarstjórnamál

 

Höf. rzg
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:33
Húnahornið óskar Húnvetningum sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Takk fyrir veturinn.
Glaðheimar
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:30
Frá sóknarnefnd
Aðalsafnaðarfundur Þingeyrasóknar verður haldinn í Klausturstofu mánudaginn 29. apríl nk. klukkan 20:00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður m.a. rætt um viðhald og lýsingu í kirkjugarði og sumaropnun kirkjunnar. Það er ósk okkar að sem flestir mæti og taki þátt í umræðum um kirkjuna okkar og annað það sem betur má fara í kirkjulegu starfi.
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 00:30
Hljómsveitin Löður ásamt listamanninum Balduuuuur.
Ungmennafélagið Hvöt og Hljómsveitin Löður ásamt listamanninnum Balduuuuur hafa gefið út stuðningsmannalagið Áfram Hvöt. Lag og texti eru eftir Einar Örn Jónsson sem vart þarf að kynna fyrir íbúum Húnabyggðar. Þá syngur Baldur Einarsson, sonur Einars Arnar, lagið. Útsetning lagsins var í höndum þeirra beggja.
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 24. apríl 2024 - kl. 11:19
Góð þátttaka var á vinnustofu um gerð loftslagsstefnu sveitarfélaganna í Húnavatnssýslum sem haldin var á Hvammstanga nýverið. Það voru Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem stóðu fyrir vinnustofunni í samstarfi við KPMG. Á vef SSNV kemur fram að áhugaverðar umræður hefðu skapast og ljóst sé að það er bjart yfir fólki þegar vorar, enda sé bjart framundan fyrir svæðið.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 13:50
Nöfn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur og Harðar Gunnarsson voru dregin upp úr potti í tengslum við kosningu á fimm tillögum af slagorði fyrir Húnaþing vestra. Þátttakendur í kosningunni gátu skráð netfang sitt og tekið þátt í happdrættinu og í boði var 10 þúsund króna gjafabréf á veitingastað í sveitarfélaginu. Pálína og Hörður völdu gjafabréf á Northwest í Víðigerði. Slagorðið sem varð hlutskarpast er Lifandi samfélag og hefur sveitarstjórn samþykkt tillöguna.
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:49
Í gærkvöldi sóttu vettvangsliðar á Skagaströnd fræðslu um ofbeldi í nánum samböndum, einkenni þess og mögulegar birtingarmyndir. Fræðslan var á vegum Lögreglunnar á Norðurlandi vestra en unnin í nánu samstarfi við félagsþjónustu svæðisins. Fleiri einingar viðbragðsaðila í umdæminu munu sitja sams konar fræðslu á næstu vikum, að því er segir á facebooksíðu lögreglunnar. Fræðslan í kvöld fór fram í Bjarmanesi þar sem eitt sinn var lögreglustöð.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:42
Árlegir vortónleikar Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga eru framundan enda vorið og sumarið á leiðinni í Húnavatnssýslurnar. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Blönduóskirkju þriðjudaginn 30. apríl klukkan 20 en þar koma fram söngnemendur úr Húnabyggð. Þriðjudaginn 7. maí klukkan 17 verða tónleikar í Hólaneskirkju og þar koma fram hljóðfæra- og söngnemendur úr Skagabyggð og frá Skagaströnd.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:30
Aðalfundur Stéttarfélagsins Samstöðu 2024 verður haldin mánudaginn 29.apríl klukkan 18:00 í sal Samstöðu, Þverbraut 1 á Blönduósi. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:26
Frá stjórn
Aðalfundur Styrktarsjóðs Húnvetninga verður haldinn að Þverbraut 1 (Samstöðu) klukkan 17:00 fimmtudaginn 2. maí næstkomandi. Venjuleg aðarfundarstörf.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 21:23
Frá Kvenfélagi Svínavatnshrepps
Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmæli sitt 20. apríl sl. Var öllum kvenfélagskonum í Austur Húnavatnssýslu boðið í kaffi í Dalsmynni. Þar var mikil kökuveisla sem einkenndist af því að hafa kaffibrauð sem hugsanlega hefði getað verið á borðum er kvenfélagið var stofnað. Fyrir tíu árum þegar kvenfélagið varð 140 ára héldu konur í félaginu hóf og einnig handverkssýningu í Dalsmynni.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 18:37
Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta á Hvammstanga í ár verða enn fjölbreyttari en áður. Hátíðin er haldin af Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra í samstarfi við Hestamannafélagið Þyt og hefst með ókeypis sirkussýningu í Þytsheimum klukkan 12:00, fimmtudaginn 25 apríl. Síðan verður haldið upp á sumardaginn fyrsta á hefðbundinn hátt með skrúðgöngu frá Reiðhöllinni Þytsheimum klukkan 14:00.
Bréf Margrétar á Hóli
Bréf Margrétar á Hóli
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 16:59
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
Stjórnarherrar landanna höfðu í aldanna rás lengstum ekki mikil afskipti af þegnum sínum, létu sér nægja að hirða af fólki hluta af þeim arði sem það framleiddi og krafði svo með nokkuð jöfnu millibili hluta af karlpeningnum til þjónustu í herjum sínum til vígaferla og ránsferða. Auk þess höfðu stjórnvöld mikinn áhuga á að segja fólki á hvað það skyldi trúa. Heilbrigðismál, skólamál og félagsþjónusta komu lítið inn á borð stjórnarherranna en var á vegum einstaklinga og ættmenna, kirkjunnar og, a.m.k. á Íslandi, hreppa.
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Bóka- og skjalasafnið á Blönduósi
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 11:58
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Á miðvikudegi þann 8. maí, boðum við aðalfund Sögufélagsins Húnvetnings, kl. 15, þ.e. á nóni í Bóka- og skjalasafninu Blönduósi. Þar munu þau Svala skjalavörður Runólfsdóttir og Benedikt Blöndal segja frá og sýna okkur árangur starfs þeirra hjóna við að safna upplýsingum um minnismerki í Austur-Húnavatnssýslu síðustu misserin. Einnig mun Hjalti Pálsson sagnfræðingur koma til okkar á fundinn og segja okkur frá upphaflegum tillögum og umræðu sem leiddu til þess stórvirkis sem Byggðasaga Skagfirðinga varð í höndum hans.
Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 21:12
Gular veðurviðvaranir taka gildi á morgun allt frá Breiðafirði, um Vestfirði, allt Norðurland og austur á firði, vegna talsverðrar rigningar og asahláku á morgun og fram á aðfaranótt sunnudags. Á vef Veðurstofunnar segir að vegna ört hækkandi hitastigs megi búast við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt sé að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið