Frá mótinu. Ljósm: Hjálmar Ólafsson / tindastoll.is.
Frá mótinu. Ljósm: Hjálmar Ólafsson / tindastoll.is.
Fréttir | 04. desember 2018 - kl. 21:04
Norðurlandsmót í júdó á Blönduósi

Norðurlandsmótið í júdó fór fram á Blönduósi á sunnudaginn og var það sérlega skemmtilegt og vel heppnað. Alls voru keppendur 34 frá þremur félögum; Pardusi á Blönduósi, Tindastóli á Sauðárkróki og KA á Akureyri. Mótið er samstarfsverkefni júdófélaganna þriggja og hefur það verið haldið á Blönduósi frá árinu 2015. Mótið átti að fara fram í nóvember en var frestað vegna veðurs. Þrír keppendur frá Pardusi urðu Norðurlandsmeistarar. 

Baltasar Guðmundsson sigraði í flokknum DrengirU10-42, Unnur Borg Ólafsdóttir sigraði í flokknum BlandaðU13-50 og Benedikt Magnússon sigraði í flokknum KarlarU15-50. 

Eftir keppni var öllum keppendum boðið upp á súpu og pasta á B&S Restaurant. 

Nánar má sjá úrslit frá mótinu á vef Tindastóls.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga