Fréttir | 05. desember 2018 - kl. 14:22
Aðventuhátíð Skagastrandarprestakalls

Aðventuhátíð Skagastrandarprestakalls var haldin í gær, þriðjudaginn 4. desember, kl. 18.

Fjölbreytt dagskrá var í boði fyrir þá sem þangað komu; Kirkjukór Hólaneskirkju og Sunnudagaskóla- og TTT börn sungu  jóla- og aðventusöngva undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista, fermingarbörn fluttu hugvekju um ljósið, Vera Ósk Valgarðsdóttir skólastjóri jólahugleiðingu og Bryndís Valbjarnardóttir sóknarprestur las jólasögu.

Stundin var hin hátíðlegasta og nutu viðstaddir samverunnar.

Meðfylgjandi eru myndir sem Árni Geir Ingvarsson tók í kirkjunni.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga