Fréttir | 05. desember 2018 - kl. 14:28
Kveikt á jólatrénu við Blönduóskirkju

Á mánudaginn, 3. desember, var kveikt á jólatrénu við Blönduóskirkju.

Tréð er hið veglegasta og eins og undanfarin ár er það úr Gunnfríðarstaðaskógi.

Þrátt fyrir mikið frost mætti nokkur hópur bæjarbúa og söng og dansaði í kringum jólatréð og að venju kíktu nokkrir sveinkar á samkomuna til að gleðja yngstu kynslóðina.

 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga