Magnús Ólafsson. Ljósm: FB/MÓ.
Magnús Ólafsson. Ljósm: FB/MÓ.
Fréttir | 06. desember 2018 - kl. 21:08
Magnus – Dynur og Saga

Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum hefur opnað Facebook síðuna Magnus – Dynur og Saga. Á henni ætlar Magnús að kynna og segja frá ferðum sínum um Húnaþing og kynna fyrir fólki ýmis náttúruumbrot sem orðið hafa í Húnaþingi. Í sumar reið Magnús 15 daga um Húnaþing og sagði ferðafélögum frá sögu Agnesar, Friðriks, Skáld Rósu, Blöndals sýslumanns og allra annarra sem komu við sögu á þeim miklu atburðum er gerðust í Húnaþingi á þriðja áratug 19 aldar.

„Dynur getur þýtt ómur af sögunni, hófadynur eða bara nafnið á einum af mínum reiðhestum, frábærum ferðahesti og góðum vin. Saga er náttúrulega vísun í að ég er til með að segja ýmiskonar sögur, en einnig átti ég eitt sinn hryssu, sem hét Saga. Hún var raunar systir hrossa mér fædd öll undan sömu hryssu og hétu: Friðrik, Agnes, Natan, Blöndal og Saga,“ segir Magnús í kynningu á síðunni.

Sjá má Facebook síðuna Magnus – Dynur og Saga hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga