Blönduóskirkja. Ljósm: Róbert D. Jónsson
Blönduóskirkja. Ljósm: Róbert D. Jónsson
Fréttir | 07. desember 2018 - kl. 11:17
Aðventuhátíð Þingeyraklaustursprestakalls í Blönduósskirkju

Aðventuhátíð fyrir allar sóknir prestakallsins annan sunnudag í aðventu í Blönduósskirkju þann 9. desember  kl. 16:00. Fjölbreytt og glæsileg dagskrá í tali og tónum. Kirkjukórar prestakallsins sameinast í söng undir stjórn og við undirleik organista kirkjunnar, Eyþórs Franzsonar Wechner.  Kveikt verður á kertum aðventukransins.

Valdimar O. Hermannsson sveitastjóri flytur hugvekju. Börn úr yngstu bekkjum grunnskólanna á Húnavöllum og Blönduósi syngja. Í lok stundarinnar í kirkjunni bera fermingarbörn inn aðventuljósið.

Allir velkomnir í kirkju að njóta þess sem þar fer fram á helgri aðventu. 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga