HSN á Blönduósi
HSN á Blönduósi
Fréttir | 12. janúar 2019 - kl. 10:57
A inngangur heilsugæslunnar lokaður um tíma

Vegna framkvæmda í biðstofu og móttöku heilsugæslunnar á Blönduósi verður inngangur A lokaður um tíma frá og með 10. janúar. Inngangur í Lyfju verður óbreyttur. Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi segir að þeir sem komi á heilsugæsluna á dagvinnutíma gangi inn um innganginn sem snýr að Svínvetningabraut, suðvestan megin á byggingunni, við hliðina á sjúkrabílainnkeyrslunni. Þeir sem leiti til heilsugæslunnar utan dagvinnutíma komi inn í samráði við vaktlækni.

Þeim sem komi í sjúkraþjálfun er bent á að nota B inngang og taki lyftuna þar niður í kjallara. Heimsóknargestir og aðrir sem erindi eiga í húsið noti B inngang.

HSN biðst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kunni að valda og er vonast til þess að þau verði sem minnst.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga