Unnur og Þorleifur. Mynd: visir.is/Stöð2
Unnur og Þorleifur. Mynd: visir.is/Stöð2
Fréttir | 16. janúar 2019 - kl. 16:16
Meira fé þarf í Skagastrandarveg og Vatnsnesveg

Sveitarstjórnarmenn af landsbyggðinni mætti á fund umhverfis- og samgöngunefndar í gær til að ræða um veggjöld. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var fjallað um málið og m.a. rætt við fulltrúa Norðurlands vestra, þau Unni Valborgu Hilmarsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, og Þorleif Karl Eggertsson, formann samtakanna og oddvita Húnaþings vestra. Þau færðu þingnefndinni þau skilaboð að meira fé þyrfti í vegi eins og Skagastrandarveg og Vatnsnesveg.

„Norðurland vestra er með eitt hæsta hlutfall malarvega á þessum stofn- og tengivegum á landinu,“ sagði Unnur Valborg í viðtalinu og vill meira malbik. Þegar hún var spurð um afstöðu fulltrúa landshlutans til veggjalda svaraði hún: „Það er alveg ljóst að það þarf að gera stórátak í samgöngumálum bara á landinu öllu. Auðvitað er enginn hrifinn af auknum álögum, - það segir sig sjálft. En hins vegar ef það verður til þess að við náum að hraða samgönguframkvæmdum þá er það eitthvað sem maður verður að taka jákvætt í. Við getum í raun ekki sagt annað.“

Sjá má fréttina á Stöð 2 hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga