Fréttir | 10. febrúar 2019 - kl. 10:46
Þingmenn í heimsókn

Alþingismenn verða á ferð og flugi um landið í svokallaðri kjördæmaviku. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins verður með súpufund á Hótel Laugarbakka í Húnaþingi vestra í dag klukkan 13. Þar gefst fólki tækifæri til að hitta alla þingmenn flokksins og ræða það sem skiptir máli. Að loknum fundinum verður farið í vinnustaðaheimsóknir á Blönduósi og Skagaströnd. Framsókn býður svo til opins fundar á Hvammstanga á morgun, mánudaginn 11. febrúar í Sjávarborg klukkan 12.

Gestir fundarins verða Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Norðvesturkjördæmis.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga - New