Fréttir | 10. febrúar 2019 - kl. 12:48
112 dagurinn í Húnaþingi vestra

Athygli er vakin á því að dagskrá 112 dagsins í Húnaþingi vestra fer fram í dag, en ekki á morgun. Viðbragðsaðilar efna til hópakstur um Hvammstanga klukkan 16:15 og fá allir að fara með í bílana meðan pláss leyfir. Lagt verður af stað frá Húnabúð – slökkvistöð. Að hópakstrinum loknum verður hægt að skoða búnað, tæki og fleira við Húnabúð og kynnast starfseminni sem fram fer hjá viðbragðsaðilum. Kaffi og kökur í boði.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga - New