Úr Húnabúð. Ljósm: FB/Bj.sv. Húnar.
Úr Húnabúð. Ljósm: FB/Bj.sv. Húnar.
Ljósm: FB/Bj.sv. Húnar.
Ljósm: FB/Bj.sv. Húnar.
Ljósm: FB/Bj.sv. Húnar.
Ljósm: FB/Bj.sv. Húnar.
Fréttir | 11. febrúar 2019 - kl. 09:04
112 dagurinn á Blönduósi

Hinn árlegi 112 dagur er haldinn í dag, 11. febrúar og er þemað að þessu sinni: Öryggi heimilisins. Á Blönduósi ætla viðbragðsaðilar að hittast við slökkvistöðina og fara þaðan í hópakstur um bæinn. Tækin verða til sýni við slökkvistöðina að loknum hópakstrinum eða frá klukkan 16-18. Þar verður einnig sýnd notkun á slökkvitækjum, hvernig skuli bera sig að við endurlífgun og fleira. Léttar veitingar í boði.

Í Húnaþingi vestra var haldið upp á daginn í gær en þá buðu viðbragðsaðilar upp á hópakstur um Hvammstanga. Að honum loknum var boðið upp á kaffi og köku í Húnabúð og þangað mætti fjöldi gesta til að kynna sér tól og tæki og starfsemi viðbragðsaðila í Húnaþingi vestra.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga