Nýtt merki Blönduskóla.
Nýtt merki Blönduskóla.
Fréttir | 12. febrúar 2019 - kl. 10:26
Nýtt merki og ný heimasíða Blönduskóla

Blönduskóli opnaði nýverið nýja heimasíðu og kynnti nýtt merki skólans. Helstu breytingar eru að nýja síðan er snjalltækjavæn og þýðingarhnappur er kominn efst á síðuna. Þá verður læst myndasvæði virkjað sem foreldrar og forráðamenn fá aðgang að. Síðan er enn í vinnslu en töluvert af upplýsingum sem voru á gömlu heimasíðunni þarfnast uppfærslu og verður unni að því út skólaárið, að því er segir á vefnum.

Í haust var haldin hugmyndasamkeppni meðal nemenda um nýtt merki Blönduskóla. Stefán Freyr í 7. bekk átti verðlaunahugmyndina sem var svo unnin áfram í samstarfi við grafískan hönnuð. Útkoman er glaðlegt og stílhreint merki þar sem kjörorð skólans; mannúð, hreysti,viska eru höfð að leiðarljósi. Litirnir, blár og hvítur eru bæði í merki Blönduósbæjar og Austur-Húnavatnssýslu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga