Tilkynningar | 22. febrúar 2019 - kl. 16:37
Guðsþjónustur í Þingeyraklaustursprestakalli á konudaginn
Tilkynning frá sóknarpresti

Guðsþjónusta verður í Þingeyraklausturskirkju á konudaginn 24. febrúar kl. 14:00. Sigrún Grímsdóttir flytur hugvekju á konudegi. Nemendur úr Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu leika á hljóðfæri og kór Undirfells- og Þingeyrasókna syngja sálma eftir konur. Organisti er Eyþór Franzson Wechner.

Guðsþjónusta verður í Blönduósskirkju á konudaginn 24. febrúar  kl. 11:00. Sigrún Grímsdóttir flytur hugvekju á konudegi. Nemendur úr Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu leika á hljóðfæri og kór Blönduósskirkju syngur sálma eftir konur. Organisti er Eyþór Franzson Wechner.

Vonast er eftir að fermingarbörn og foreldrar þeirra mæti.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga