Tilkynningar | 18. mars 2019 - kl. 11:17
Stuðningsfjölskyldur óskast
Tilkynning

Félags- og skólaþjónusta A-Hún óskar eftir stuðningsfjölskyldum á skrá. Að vera stuðningsfjölskylda þýðir að sé tekið sé á móti barni á heimili stuðningsfjölskyldu til að styðja við foreldra/forsjáraðila barns, veita þeim hvíld og/eða styrkja stuðningsnet barnsins eftir því sem við á. Stuðningsfjölskyldur er veittar á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks eða barnaverndarlaga eftir því sem við á. Hámark aðstoðar sem varðar dvöl hjá stuðningsfjölskyldu er 5-7 sólarhringar í mánuði.

Umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda skal senda til félagsmálastjóra, Ásdísar Ýr Arnardóttur, á netfangið asdis@felahun.is. Ekki er sótt um á sérstökum eyðublöðum. Ekki er um að ræða sérstakan umsóknarfrest. Með umsókn þarf að fylgja ítarleg greinargerð um fjölskylduhagi, húsakynni og umsagnaraðila ásamt ástæðu þess að viðkomandi óskar eftir því að gerast stuðningsforeldri. Þá þurfa einnig að fylgja í frumriti heilbrigðisvottorð allra heimilismanna eldri en 18 ára, sakavottorð allra heimilismanna eldri en 15 ára, yfirlit yfir starfsfeil umsækjanda, menntun og reynslu af starfi með börnum ásamt upplýsingum um önnur leyfi eða verkefni samkvæmt barnaverndarlögum eða fyrir fötluð börn.

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ýr Arnardóttir, félagsmálstjóri, í síma 863-5013 eða í tölvupósti asdis@felahun.is

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga