Ljósm: hunavallaskoli.is
Ljósm: hunavallaskoli.is
Fréttir | 19. mars 2019 - kl. 15:59
Framsagnarkeppni 7. bekkjar Húnavallaskóla

Fyrir viku síðan fór fram undankeppni Húnavallaskóla í Framsagnarkeppni grunnskóla í Húnavatnsþingi. Allir keppendur stóðu sig með sóma en þau sem valin voru til að taka þátt Framsagnarkeppninni eru Aðalheiður Ingvarsdóttir, Bríet Sara Sigurðardóttir og Dögun Einarsdóttir. Varamaður er Brimar Logi Sverrisson. Dómarar voru þau Birgitta Halldórsdóttir, Friðrik Halldór Brynjólfsson og Kolbrún Zophoníasdóttir.

Framsagnarkeppni grunnskóla í Húnavatnsþingi verður haldin 20. mars klukkan 14 í Félagsheimilinu á Blönduósi. Foreldrar og aðrir aðstandendur eru velkomnir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga