Á Svínavatni. Ljósm: neisti.net
Á Svínavatni. Ljósm: neisti.net
Fréttir | 20. mars 2019 - kl. 15:27
Ísmót á Svínavatni í SAH mótaröðinni

Ísmót verður haldið á Svínavatni á sunnudaginn, 24. mars og hefst klukkan 13:30. Keppt verður í tölti og Bæjarkeppni. Keppt verður í eftirfarandi flokkum í tölti, 17 ára og yngri, áhugamannaflokk og opnum flokki. Í Bæjarkeppninni er aðeins einn flokkur. Mótið er þriðja mót vetrarins í SAH – mótaröðinni sem styrkt er af SAH Afurðum á Blönduósi.

Skráningar skulu berist á netfangið: beri@mail.holar.is eða í síma 8472045 (Bergrún) fyrir klukkan 23:00 föstudaginn 22. mars næstkomandi. Skráningargjald: Yngri flokkur kr. 1.500 og fullorðinsflokkar kr. 2.000. Skráningargjald þarf að greiða til þess að skráning sé tekin gild. Fram þarf að koma nafn á hrossi, aldur og litur. Skráningargjöld á að greiða fyrirfram inn á 0307-26-055624 kt. 480269- 7139. Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina flokka verði skráning takmörkuð.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga