Við undirritun samnings um nýjan þjálfara. Ljósm: FB/Knattspyrnudeild Hvatar.
Við undirritun samnings um nýjan þjálfara. Ljósm: FB/Knattspyrnudeild Hvatar.
Fréttir | 21. mars 2019 - kl. 14:50
Nýr þjálfari Kormáks og Hvatar

Bjarki Már Árnason hefur verið ráðinn þjálfari sameiginlegs knattspyrnuliðs Kormáks á Hvammstanga Hvatar á Blönduósi. Bjarki Már mun einnig spila með liðinu sem leikur í 4. deild. „Ég er virkilega stoltur og ánægður með að fá þetta tækifæri á að þjálfa Kormák/Hvöt. Ég er sannfærður um það að ef allir í klúbbnum leggjast á eitt þá getur sumarið orðið mjög flott í alla staði,“ sagði Bjarki már við undirritun samningsins í gær.

Kormákur og Hvöt hafa teflt fram sameiginlegu liði í meistaraflokki karla síðustu ár. Hámundur Örn og Hörður Gylfason sem hafa stjórnað liðinu síðustu ár munu vera Bjarka Má innan handar, að því er segir í tilkynningu á vef knattspyrnudeildar Hvatar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga